Egill Helgason - Þið hljótið að vita það (Eyjan. 10.12.2014)

Austurvöllur 4. desember 2014, um klukkan 11.30. Bjartviðri, en nokkuð kalt. 
Við vorum þarna upptökulið frá Kiljunni. Áttum tal við vegfarendur sem gengu framhjá, þar á meðal nokkra þingmenn. Ræddum málefni Ríkisútvarpsins.
Aðvífandi kemur, gangandi frá Alþingishúsinu, Sigrún Magnúsdóttir, formaður þingflokks Framsóknar.
Ég tek hana tali og spyr hvort hún ætli ekki að styðja Ríkisútvarpið, þetta var kurteislegt, nokkuð margir hlýddu á.
Þá segir þingflokksformaðurinn:
„Framsóknarflokkurinn stofnaði Ríkisútvarpið og hefur alltaf stutt það.“
Ég segi: „Og auðvitað gerið þið það áfram?“
„Nei, nú nennum við því ekki lengur!“ sagði Sigrún og strunsaði áfram.
Ég kallaði á eftir henni hvers vegna þetta væri, þá kallaði hún til mín:


„Þið hljótið að vita það!“