Áskorun Stjórnar RÚV til Alþingis (01.12.2014)

Á und­an­förn­um árum hafa fram­lög til Rík­is­út­varps­ins ít­rekað verið skor­in niður, mikið hef­ur verið hagrætt í starf­sem­inni og dregið úr þjón­ustu. Síðastliðið vor létu stjórn RÚV og nýir stjórn­end­ur fé­lags­ins gera sjálf­stæða út­tekt á fjár­mál­um fé­lags­ins. Niðurstaðan var sú að fé­lagið er yf­ir­skuld­sett og er stærst­ur hluti skuld­anna gaml­ar líf­eyr­is­sjóðsskuld­bind­ing­ar. Þá blas­ir við að tekj­ur duga ekki fyr­ir þeirri þjón­ustu sem fé­lagið veit­ir og grund­vall­ast á út­varps­lög­um.
Í út­varps­lög­um eru skyld­ur lagðar á herðar Rík­is­út­varps­ins og þær nán­ar út­listaðar í þjón­ustu­samn­ingi milli Mennta- og menn­ing­ar­málaráðuneyt­is­ins og Rík­is­út­varps­ins. Til að standa und­ir þjón­ust­unni er í út­varps­lög­um gert ráð fyr­ir því að Rík­is­út­varpið fái út­varps­gjald sem lands­menn og lögaðilar greiða nú. Útvarps­gjaldið er 19.400 kr á ár­inu 2014 en ríkið hef­ur á und­an­förn­um árum tekið hluta út­varps­gjalds­ins og nýtt í al­ger­lega ótengd verk­efni.
Stjórn Rík­is­út­varps­ins hef­ur ít­rekað að sam­ræmi verði að vera milli þeirr­ar þjón­ustu sem fé­lag­inu ber að veita og þeirra tekna sem fé­lagið fær til að standa und­ir þjón­ust­unni. Stjórn RÚV hef­ur óskað eft­ir því að Rík­is­út­varpið fái út­varps­gjaldið óskert eins og það er á ár­inu 2014. Sú upp­hæð dug­ar til að standa und­ir starf­sem­inni til framtíðar. Sam­hliða hafa stjórn RÚV og nýir stjórn­end­ur unnið að eigna­sölu sem von­ast er til að leysi upp­safnaðan skulda­vanda fé­lags­ins.
Útvarps­gjaldið á Íslandi er með því lægsta sem þekk­ist meðal ná­grannaþjóða þrátt fyr­ir að þær séu all­ar mun fjöl­menn­ari. Fram­lag hvers Íslend­ings til Rík­is­út­varps­ins er t.d. mun lægra en þegn­ar Bret­lands og Nor­egs (BBC, NRK) greiða til sinna rík­is­stöðva og sam­bæri­legt því sem þegn­ar Dan­merk­ur, Svíþjóðar og Finn­lands (DR, YLE og SVT/​SR) greiða til sinna rík­is­stöðva.
Nú stend­ur til að út­varps­gjaldið lækki um ára­mót­in úr 19.400 kr niður í 17.800 kr og svo að út­varps­gjaldið lækki aft­ur að ári niður í 16.400 kr. Gangi þess­ar fyr­ir­ætlan­ir eft­ir blas­ir við stór­felld breyt­ing á hlut­verki, þjón­ustu og starf­semi Rík­is­út­varps­ins með stór­tæk­ari niður­skurðaraðgerðum en áður hafa sést hjá fé­lag­inu. Aug­ljóst má vera að sú þjón­usta sem Rík­is­út­varpið veit­ir tæki  stakka­skipt­um við þessa breyt­ingu með sam­drætti á öll­um sviðum. Þá er ljóst að áætlan­ir um úr­bæt­ur á til­tekn­um þátt­um í starf­sem­inni eru ófram­kvæm­an­leg­ar en nýir stjórn­end­ur og stjórn hafa hug á að efla þjón­ustu við lands­byggðina, bjarga efni í Gull­kistu Rík­is­út­varps­ins og gera aðgengi­legt þjóðinni, efla fram­boð á vönduðu barna­efni á ís­lensku, leggja aukna áherslu á inn­lenda fram­leiðslu og bæta dreifi­kerfið um land allt.
Ef það er vilji Alþing­is að gjör­breyta hlut­verki Rík­is­út­varps­ins og skyld­um, þá er eðli­legt að fram fari umræða og þá með til­heyr­andi breyt­ing­um á út­varps­lög­um áður en tek­in er ákvörðun um að lækka út­varps­gjald. 
Rík­is­út­varpið er ein mik­il­væg­asta menn­ing­ar- og lýðræðis­stofn­un þjóðar­inn­ar. Stjórn Rík­is­út­varps­ins bein­ir þeirri ein­dregnu áskor­un til Alþing­is að það standi vörð um Rík­is­út­varpið með því að falla frá fyr­ir­hugaðri lækk­un á út­varps­gjaldi.
Stjórn RÚV,
Ingvi  Hrafn Óskars­son, formaður.                       Ásthild­ur Sturlu­dótt­ir,
Björg Eva Er­lends­dótt­ir,                                        Guðlaug­ur G. Sverris­son,
Guðrún Nor­dal,                                                     Friðrik Rafns­son,
Magnús Stef­áns­son,                                             Mar­grét Frí­manns­dótt­ir,
Val­geir Vil­hjálms­son,                                            Úlf­hild­ur Rögn­valds­dótt­ir.