Hljómsveitin Mammút sendi frá sér þessa yfirlýsingu í dag:
Tónlistarmaðurinn Pétur Ben birti þetta myndband í dag:
„Fjölmiðlaþjónusta Ríkisútvarpsins í almannaþágu hefur það markmið að mæta lýðræðislegum, menningarlegum og samfélagslegum þörfum í íslensku samfélagi með miðlun texta, hljóðs og mynda.“
„Fjölmiðlaefnið skal hið minnsta vera fréttir og fréttaskýringar, fræðsluþættir, íþróttaþættir, afþreying af ýmsum toga, lista- og menningarþættir og sérstakt efni fyrir börn og ungmenni“.
“Vera vettvangur fyrir mismunandi skoðanir á málum sem efst eru á baugi hverju sinni eða almenning varða og miðla upplýsingum um mikilvæg málefni líðandi stundar og þannig auðvelda fólki að taka virkan þátt í lýðræðislegri umræðu.“
Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur ávarpar fjölmennan samstöðufund um Ríkisútvarpið í Háskólabíói. Mynd: RÚV/Björn Malmquist |
Í þorpinu Öxl rýfur ekkert þögnina. Ekkert hljóð heyristÞegar ég kveiki á útvarpinu mínu, rás eitt, þessa dagana heyri ég einmitt þessa þögn. Það er alltaf verið að endurflytja þar alls konar efni, sem er ákveðin tegund af þögn. Það er árið 2001 í útvarpinu mínu þessa stundina, og næst þegar ég kveiki á því er komið árið 1999 eða 1985. Alls konar ár og aldrei sama árið þegar ég kveiki á útvarpinu mínu - alltaf nýtt og nýtt ár. Það er bara eitt ár sem vantar, einn mánuður sem vantar, ein vídd sem vantar: þegar ég kveiki á útvarpinu mínu er aldrei desember mánuður 2013.
lengur, enginn fuglasöngur, enginn barnsgrátur, ekkert
bílflaut. Þegar þorpsbúar mætast á aðalgötunni kinka þeir
hæversklega kolli og horfast þegjandi í augu. Augnaráðið
er fullt af depurð og hljóðri einsemd. Upphaf þessa ástands
má rekja til þess að á aðventunni fyrir hálfu öðru ári varð
skósmiðnum það á að slökkva óvart á Jólaóratóríu Bachs í
útvarpinu. Og viti menn: eins og hendi hefði verið veifað
steinþagnaði þorpið. Síðan hafa íbúarnir lifað í þögn, þögn
sem ekkert rýfur, ekki einu sinni kólfur kirkjuklukkunnar
sem sveiflast hljóðlaust til og frá og kallar engan til sín.
Íslensk þjóðmenning verður í hávegum höfð, að henni hlúð og hún efld. Áhersla verður lögð á málvernd, vernd sögulegra minja og skráningu Íslandssögunnar, auk rannsókna og fræðslu. Ríkisstjórnin mun vinna að því að auka virðingu fyrir merkri sögu landsins, menningu þess og tungumálinu, innanlands sem utan.Í augum manna sem svona skrifa er íslensk þjóðmenning eitthvað sem þarf að vernda fremur en stunda, geyma og skrá fremur en að iðka, bera virðingu fyrir svona eins og maður ber virðingu fyrir því sem var alveg ágætt en er nú dáið. Þeir vilja að útvarpið verði drungalegt safn í hálflýstum sal með einum syfjulegum safnverði sem situr dottandi á stól úti í horni með fornfálegt kaskeiti. En útvarpið á ekkert að vera þannig. Með sín vönduðu vinnubrögð og sínar þrautreyndu aðferðir - sína sérstöku nálgun á veruleikann - á útvarpið einmitt að vera í miðjum hættum og feiknum samtímans; það á að vera okkur vegvísir í dellunni sem á okkur dynur. Það á að vera okkur vegljós í gerningahríðinni sem geisar kringum okkur. Ríkisútvarpið á að vera sjálfur menningarvitinn sem lýsir okkur alla daga óháður dægursveiflum og dyntum ráðamanna og því hvernig veröldin veltist og velkist.
Um 1200 manns sóttu fundinn í Háskólabíói og var salurinn þétt setinn. Mynd: Vísir/Vilhelm |
Fjöldi stuðningsyfirlýsinga barst fundinum frá innlendum og erlendum aðilum sem bera íslenska menningu fyrir brjósti. Mynd: Askja Films |
Hanna G. Sigurðardóttir, dagskrárgerðarkona á Rás 1, ávarpar fjölmennan samstöðufund um Ríkisútvarpið í Háskólabíói. Mynd: Jan Murtomaa |
Hátt í 500 manns mótmæltu við Útvarpshúsið í Efstaleiti upp úr hádegi á fimmtudeginum. Mynd: Ólöf Erla Einarsdóttir |
Jórunn Sigurðardóttir, dagskrárgerðarkona á Rás 1, var meðal þeirra sem tóku til máls. Mynd: Ólöf Erla Einarsdóttir |
Mynd: mbl.is/Eggert Jóhannesson |
Krafa mótmælenda var skýr: „Okkar RÚV“ - „Verndum RÚV“ Mynd: Ólöf Erla Einarsdóttir |
Rétt fyrir klukkan eitt eftir hádegi tókust mótmælendur í hendur og mynduðu hring utan um Útvarpshúsið. Mynd: Ólöf Erla Einarsdóttir |
Arngunnur Árnadóttir og Valgerður Þóroddsdóttir boðuðu til mótmæla við Útvarpshúsið. Mynd: Ólöf Erla Einarsdóttir |