Fimmtudaginn 28. nóvember 2013 var boðað til mótmæla við Útvarpshúsið í Efstaleiti undir yfirskriftinni „Stöndum með Ríkisútvarpinu“. Mótmælin beindust gegn fyrirhuguðum niðurskurði hjá RÚV í nýju fjárlagafrumvarpi og forgangsröðun fjármála bæði hjá ríkisstjórninni og yfirstjórn Ríkisútvarpsins.
Hátt í 500 manns mótmæltu við Útvarpshúsið í Efstaleiti upp úr hádegi á fimmtudeginum. Mynd: Ólöf Erla Einarsdóttir |
Jórunn Sigurðardóttir, dagskrárgerðarkona á Rás 1, var meðal þeirra sem tóku til máls. Mynd: Ólöf Erla Einarsdóttir |
Mynd: mbl.is/Eggert Jóhannesson |
Krafa mótmælenda var skýr: „Okkar RÚV“ - „Verndum RÚV“ Mynd: Ólöf Erla Einarsdóttir |
Rétt fyrir klukkan eitt eftir hádegi tókust mótmælendur í hendur og mynduðu hring utan um Útvarpshúsið. Mynd: Ólöf Erla Einarsdóttir |