![]() |
Um 1200 manns sóttu fundinn í Háskólabíói og var salurinn þétt setinn. Mynd: Vísir/Vilhelm |
buðu nokkrir unnendur Ríkisútvarpsins
til opins fundar í Háskólabíói undir
yfirskriftinni „Okkar Ríkisútvarp“.
Um 1200 manns sóttu fundinn og þurftu margir að standa.
Ávörp fluttu Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur, Melkorka Ólafsdóttir tónlistarkona, Hanna G. Sigurðardóttir dagskrárgerðarkona á Rás 1, Benedikt Erlingsson leikstjóri, Sigríður Ólafsdóttir lífefnafræðingur og Kolbeinn Óttarsson Proppé fyrrverandi blaðamaður hjá Fréttablaðinu.
![]() |
Fjöldi stuðningsyfirlýsinga barst fundinum frá innlendum og erlendum aðilum sem bera íslenska menningu fyrir brjósti. Mynd: Askja Films |
Guðrún Pétursdóttir lífeðlisfræðingur stýrði fundinum og hljómsveitin Samúel Jón Samúelsson Big Band tók á móti gestum. Hér má sjá hljómsveitina flytja Bird's Lament eftir Moondog við byrjun fundarins, en lagið er inngangsstefið í þættinum Víðsjá á Rás1.