„Okkar Ríkisútvarp“ Samstöðufundur / Hluthafafundur

Um 1200 manns sóttu fundinn í Háskólabíói og var salurinn þétt setinn.
Mynd: Vísir/Vilhelm
Miðvikudaginn 4. desember 2013
buðu nokkrir unnendur Ríkisútvarpsins
til opins fundar í Háskólabíói undir
yfirskriftinni „Okkar Ríkisútvarp“.
Um 1200 manns sóttu fundinn og þurftu margir að standa.

Ávörp fluttu Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur, Melkorka Ólafsdóttir tónlistarkona, Hanna G. Sigurðardóttir dagskrárgerðarkona á Rás 1, Benedikt Erlingsson leikstjóri, Sigríður Ólafsdóttir lífefnafræðingur og Kolbeinn Óttarsson Proppé fyrrverandi blaðamaður hjá Fréttablaðinu.

Fjöldi stuðningsyfirlýsinga barst fundinum frá innlendum og erlendum aðilum sem bera íslenska menningu fyrir brjósti.
Mynd: Askja Films
Guðrún Pétursdóttir lífeðlisfræðingur stýrði fundinum og hljómsveitin Samúel Jón Samúelsson Big Band tók á móti gestum. Hér má sjá hljómsveitina flytja Bird's Lament eftir Moondog við byrjun fundarins, en lagið er inngangsstefið í þættinum Víðsjá á Rás1.