Guðmundur Andri Thorsson var meðal þeirra sem flutti ávarp á fjölmennum samstöðufundi um Ríkisútvarpið í Háskólabíói miðvikudaginn 4. desember sl. Hér má lesa erindi Guðmunds Andra í heild sinni:
Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur ávarpar fjölmennan samstöðufund um Ríkisútvarpið í Háskólabíói. Mynd: RÚV/Björn Malmquist |
,,Í ljóðabókinni Kuðungasafnið frá því í fyrra eftir Óskar Árna Óskarsson er að finna ljóð sem lýsir atburðum síðustu vikna. Það er svona:
Það vantar núið í útvarpið mitt. Það vantar útvarpið mitt í núið.
Þeir ætla sér að breyta útvarpinu í safn, skrín yfir það sem einu sinni var. Þeir vilja ekki að það geti verið rödd eða afl í samfélaginu; þrátt fyrir áratuga þrotlaust starf hefur þeim, stjórnmálamönnunum, enn ekki auðnast að finna leið til að ráða fullkomlega yfir því hvernig Ríkisútvarpið starfar og það er vegna þess að þessi stofnun á sér sjálfstæða tilveru í sambúð við þjóðina; hefð fyrir opinni, spurulli, forvitinni, efafullri, lifandi umræðu og samræðu.
Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar sem nú stendur fyrir aðförinni að ríkisútvarpinu segir:
Og úr því að enginn virðist hafa döngun í sér annar þá verð ég víst að nefna þetta, umboðslaus maðurinn: fyrir hönd hlustenda Ríkisútvarpsins, eigenda þess, þakka ég hinu brottrekna starfsfólki fyrir framlag sitt til íslenskrar menningar og umræðu. Við metum störf þeirra mikils, við söknum þeirra mjög og við hörmum það hvernig komið hefur verið fram við þau af hálfu stofnunarinnar.
Mannauðnarstjórarnir ganga hreint til verks. Þeir vilja ekki að til sé þetta stóra og mikla rými í þjóðmenningunni þar sem þeir hafa ekki beint boðvald. Þeir hafa verið að narta í Fréttastofuna og reyna að gera henni erfitt fyrir að segja okkur fréttir, og uppsagnir hafa verið víða um stofnunina á fólki sem starfað hefur við að framleiða efni. Á dögunum létu þeir svo til skarar skríða gegn þeirri gömlu sjálfri - Rás eitt - þar sem hjartað í stofnuninni slær. Fyrst verðum við dolfallin, svo lömuð, svo reið, síðan aftur lömuð og loks förum við að hugsa ... Svo förum við að safna okkur saman, haldast í hendur, mynda vegg, skapa skjól ... Þess vegna erum við hér núna, saman. Við söfnum okkur saman, hugsum saman, tökum höndum saman og svo: mótmælum við öll!"
Í þorpinu Öxl rýfur ekkert þögnina. Ekkert hljóð heyristÞegar ég kveiki á útvarpinu mínu, rás eitt, þessa dagana heyri ég einmitt þessa þögn. Það er alltaf verið að endurflytja þar alls konar efni, sem er ákveðin tegund af þögn. Það er árið 2001 í útvarpinu mínu þessa stundina, og næst þegar ég kveiki á því er komið árið 1999 eða 1985. Alls konar ár og aldrei sama árið þegar ég kveiki á útvarpinu mínu - alltaf nýtt og nýtt ár. Það er bara eitt ár sem vantar, einn mánuður sem vantar, ein vídd sem vantar: þegar ég kveiki á útvarpinu mínu er aldrei desember mánuður 2013.
lengur, enginn fuglasöngur, enginn barnsgrátur, ekkert
bílflaut. Þegar þorpsbúar mætast á aðalgötunni kinka þeir
hæversklega kolli og horfast þegjandi í augu. Augnaráðið
er fullt af depurð og hljóðri einsemd. Upphaf þessa ástands
má rekja til þess að á aðventunni fyrir hálfu öðru ári varð
skósmiðnum það á að slökkva óvart á Jólaóratóríu Bachs í
útvarpinu. Og viti menn: eins og hendi hefði verið veifað
steinþagnaði þorpið. Síðan hafa íbúarnir lifað í þögn, þögn
sem ekkert rýfur, ekki einu sinni kólfur kirkjuklukkunnar
sem sveiflast hljóðlaust til og frá og kallar engan til sín.
Það vantar núið í útvarpið mitt. Það vantar útvarpið mitt í núið.
Þeir ætla sér að breyta útvarpinu í safn, skrín yfir það sem einu sinni var. Þeir vilja ekki að það geti verið rödd eða afl í samfélaginu; þrátt fyrir áratuga þrotlaust starf hefur þeim, stjórnmálamönnunum, enn ekki auðnast að finna leið til að ráða fullkomlega yfir því hvernig Ríkisútvarpið starfar og það er vegna þess að þessi stofnun á sér sjálfstæða tilveru í sambúð við þjóðina; hefð fyrir opinni, spurulli, forvitinni, efafullri, lifandi umræðu og samræðu.
Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar sem nú stendur fyrir aðförinni að ríkisútvarpinu segir:
Íslensk þjóðmenning verður í hávegum höfð, að henni hlúð og hún efld. Áhersla verður lögð á málvernd, vernd sögulegra minja og skráningu Íslandssögunnar, auk rannsókna og fræðslu. Ríkisstjórnin mun vinna að því að auka virðingu fyrir merkri sögu landsins, menningu þess og tungumálinu, innanlands sem utan.Í augum manna sem svona skrifa er íslensk þjóðmenning eitthvað sem þarf að vernda fremur en stunda, geyma og skrá fremur en að iðka, bera virðingu fyrir svona eins og maður ber virðingu fyrir því sem var alveg ágætt en er nú dáið. Þeir vilja að útvarpið verði drungalegt safn í hálflýstum sal með einum syfjulegum safnverði sem situr dottandi á stól úti í horni með fornfálegt kaskeiti. En útvarpið á ekkert að vera þannig. Með sín vönduðu vinnubrögð og sínar þrautreyndu aðferðir - sína sérstöku nálgun á veruleikann - á útvarpið einmitt að vera í miðjum hættum og feiknum samtímans; það á að vera okkur vegvísir í dellunni sem á okkur dynur. Það á að vera okkur vegljós í gerningahríðinni sem geisar kringum okkur. Ríkisútvarpið á að vera sjálfur menningarvitinn sem lýsir okkur alla daga óháður dægursveiflum og dyntum ráðamanna og því hvernig veröldin veltist og velkist.
Og úr því að enginn virðist hafa döngun í sér annar þá verð ég víst að nefna þetta, umboðslaus maðurinn: fyrir hönd hlustenda Ríkisútvarpsins, eigenda þess, þakka ég hinu brottrekna starfsfólki fyrir framlag sitt til íslenskrar menningar og umræðu. Við metum störf þeirra mikils, við söknum þeirra mjög og við hörmum það hvernig komið hefur verið fram við þau af hálfu stofnunarinnar.
Mannauðnarstjórarnir ganga hreint til verks. Þeir vilja ekki að til sé þetta stóra og mikla rými í þjóðmenningunni þar sem þeir hafa ekki beint boðvald. Þeir hafa verið að narta í Fréttastofuna og reyna að gera henni erfitt fyrir að segja okkur fréttir, og uppsagnir hafa verið víða um stofnunina á fólki sem starfað hefur við að framleiða efni. Á dögunum létu þeir svo til skarar skríða gegn þeirri gömlu sjálfri - Rás eitt - þar sem hjartað í stofnuninni slær. Fyrst verðum við dolfallin, svo lömuð, svo reið, síðan aftur lömuð og loks förum við að hugsa ... Svo förum við að safna okkur saman, haldast í hendur, mynda vegg, skapa skjól ... Þess vegna erum við hér núna, saman. Við söfnum okkur saman, hugsum saman, tökum höndum saman og svo: mótmælum við öll!"